Windows Sidebar Gadgets

Hér er hægt að nálgast Windows Sidebar Gadget sem ég hef búið til.

IceNet Monitor

Einfalt tól (gadget) sem sýnir þér stöðuna á gagnamagnsinneigninni á nettengingunni þinni. Það er frekar einfalt í notkun og getur meðal annars fundið út sjálfkrafa hjá hvaða netþjónustu þú ert sem er gott fyrir þá sem eru t.d. með fartölvu og tengja hana inná meira en eitt net.

Hjá sumum netþjónustum þarf að skrá sig inn til að nálgast gagnamagnsupplýsingar og þetta tól ræður vel við það svo lengi sem réttar upplýsingar eru settar inn í stillingunum. Auk þess má ekki gleyma að setja inn í stillingunum hversu mikið gagnamagn er á tengingunni, tólið getur ekki séð það sjálft.

Til að nota tólið þá verður þú að vera með Windows Vista eða betra (eins og t.d. Windows 7) en leiðbeiningar fyrir uppsetningu koma svo hér fyrir neðan.

Ná í IceNet Monitor 1.3.3.8

Útgáfusaga

1.0.0.0: Fyrsta útgáfa
1.2.0.0: Sjálfvirkni löguð, ætti nú að virka rétt fyrir Símann og Vodafone
1.2.1.0: Smá lagfæring, galli í stillingunum
1.3.3.7: Ný og endurbætt útgáfa, fleiri gallar lagaðir og útlitsstillingum bætt við
1.3.3.8: Galli lagaður þar sem Internet Explorer gluggi með gagnamagnssíðu opnaðist öðru hverju


Uppsettning á Windows Sidebar Gadget

Þessar leiðbeiningar eru fyrir Internet Explorer en ég mæli með því að þú notir þann vafra þegar þú nærð í gadget sem þú vilt setja inná tölvuna ef þú hefur ekki gert það áður. Þegar þú smellir á hlekk eins og þennan fyrir ofan til að setja gadget inná tölvuna þína þá ættiru að sjá eftirfarandi skilaboð:


Ef þú færð þessi skilaboð þá er einfaldast og þægilegast að smella á "Open".


Að lokum færðu svo þessi skilaboð en þarna smellir þú einfaldlega bara á "Install" takkann og þá ætti tólið að birtast á skjásvæðinu (desktop) í tölvunni þinni.

Ef þú ert með gamla útgáfu af þessu tóli og ert að setja inn nýja útgáfu þá munt þú sjá eftirfarandi skilaboð en áður en þú smellir á Replace þá verður þú að loka gömlu útgáfunni ef hún er enn í gangi. Frá og með útgáfu 1.3.3.7 þarf hins vegar ekki að loka tólinu ef það er uppfært frá tólinu sjálfu þar sem það lokast þá sjálfkrafa.


Ef tólið virkar ekki við fyrstu keyrslu þá þarf líklega að stilla það eitthvað og er það gert með því að smella á skiptilyklatáknið sem birtist hægra megin við tólið ef músin er færð yfir það.



Warning: include(../include/js/ga.php): failed to open stream: No such file or directory in /home/skari/public_html/gadgets/index.php on line 128

Warning: include(): Failed opening '../include/js/ga.php' for inclusion (include_path='.:/opt/cpanel/ea-php74/root/usr/share/pear') in /home/skari/public_html/gadgets/index.php on line 128